Smá vangaveltur...

Ég get svo svarið fyrir, að ég þarf held ég að fá manual fyrir þessa síðu, ég á svo hryllilega erfitt með að átta mig á hvernig allt heila batteríið virkar hérna. Það eru svo margir möguleikar í boði, að ég verð hálf rangeygð við að lesa á skjáinn hvernig ég get byggt upp síðuna.

En ég held að það sé langbest bara að fara þá leið að hafa þetta sem einfaldast Wink

Annars er eiginlega allt við það sama að frétta af manni, nema að vikurnar í meðgöngunni, þeim fjölgar... það er víst svo Tounge Mér líður alveg ágætlega fyrir utan smá bakverki og grindarverki... en, enn sem komið er, er þetta ekkert sem plagar mig svo að ekki megi þola það.

En ég er svo innilega ekki að geta beðið eftir sumarfríinu, en þó er svo langt að bíða eftir því. Fer ekki í frí fyrr en í júlí og sé alveg í hyllingum, ferð mína um landið þvers og kruss, já... engar ferðir erlendis þetta árið, enda ekki vön því svo sem heldur. Fatta ekki hvenrig sumt fólk getur farið OFT út á ári og í hvert skipti komið svoleiðis drekkhlaðið varningi... spurning hvort í langflestum tilvikum séu svona ferðir "í boði" Vísa eða Euro og varningurinn fylgir með " í kaupbæti". Tel það nú líklegra en annað, annars er þjóðfélagið að "kafna" úr auð og mikilmennsku...  maður skyldi kannski aldrei efast um að allt þetta fólk séu einhverjir toppar í bankageiranum, eða hvað??Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Er líka að bíða eftir sumarfríinu hehehe

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband