Ekki hætt... enn...

Það hefur hvarflað að mér að hætta þessari vitleysu.. s.s að blogga. Er ekki sami "eldhuginn" og ég var og hafði heilann helling að segja. Nú er eins og það sé búið að vinda úr mér hverja einustu visku og nennu.. til að setja á netið og miðla þannig áfram.

En einhverra hluta vegna, er ég ekki tilbúin til þess að hætta þessu. Hef gaman af að lesa önnur blogg og má nú ekki minni vera, þó ég sé nú misdugleg að henda fram nokkrum línum.

Annars er nú lítið af manni að frétta. Fór í vikunni í sónar sem kom vel út og kom út úr skápnum með óléttuna líka.

Ég er s.s komin núna á mánudaginn 13 vikur á leið.

En þar sem komið er fram yfir "kristilegann" tíma, þá er ekkert vitlaust að fara að henda sér í bælið og halda áfram lestrinum á bókinni " Stúlka með perlueyrnarlokk" og svífa síðan inní draumalandið.

Eigið góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband