12.3.2007 | 21:27
"Nýtt" starf.....
Úff... eins og það er ágætt að byrja blogg á nýjum stað, þá finnst mér alveg hundleiðinlegt að fara að "fiffa" bloggið til. Setja tenglana inn og svona.. geri það bara þegar ég nenni
Byrjaði að vinna í dag, aftur á gamla staðnum.. s.s í Garðabænum.Hitt var ég ómögulega að fíla.. fyrir margar sakir og ég er nú þannig gerð bara og kannski er það löstur, að maður á ekki að gera neitt sem mann mislíkar.. jú,jú... allt í lagi að gefa hlutunum séns og það tel ég mig hafa gert, en þegar manni er farið að líða illa og það verulega á vinnustað, þá er ástæðulaust að bíta það í sig og dvelja við það, fyrir nokkrar skitnar krónur!
Mér hefur alltaf líkað vel í Garðabænum og já Holtagörðunum líka, þar allavega er mórallinn æðislegur en ég vildi á sínum tíma, prófa annað... grasið taldi ég grænna hinum megin... en því fer fjarri.
En jæja, ætli ég láti þetta ekki gott að sinni... ótrúlegt hvað Ameríska idolið, togar í mig...löstur eða kostur??
Athugasemdir
Híhí...ég hélt einmitt að ég hefði séð í skottið á þér í nýju-gömlu vinnunni - var samt ekki alveg að trúa því strax
Kv. Smillan
Smill (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:22
Híhí...ég hélt einmitt að ég hefði séð í skottið á þér í nýju-gömlu vinnunni - var samt ekki alveg að trúa því strax
Kv. Smillan
Smill (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:23
Já, ég sá þig líka og var alveg bara... WHAT, á ekkert að heilsa manni eða??? :o)
Æ, já... af ýmsum ástæðum sá ég mér þann kost vænstann að hefja aftur störf þarna og sé ekkert eftir því :D
Sigurrós (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.