7.3.2007 | 15:13
Vinstri, hægri, snú.....
Jæja, eins gott að ég er ekki flokksbundin.. hehehe, skipti um bloggsvæði hægri og vinstri En það á sér þá skýringu, að ég er með svo hrikalegt minni að ég steingleymdi hvert lykilorð mitt er inn á síðuna mína á bloggar.is.
Svo hef ég beðið í rúna viku eftir svari frá einhverjum sem með það batterí hafa, til að fá upplýsingar um hvað ég eigi að gera til að komast á síðuna aftur, en þeir s.s hafa ekki haft fyrir því enn að svara mér með það og á meðan svo er... þá hef ég ekki áhuga á að vera með síðuna mína þar og ákvað að prófa þetta kerfi. Mér reyndar finnst það flóknara í meðförum... á kannski ekki að vera það. Ég er enginn kvartviti, en maður fær það á tilfinninguna... og mér hefur virst, sem að fólk sem bloggar á moggablogginu sé fluggáfað, þannig að ég hlýt þá að fá eftir einhverja reynslu hér.. vit og visku.. hehehehe.
En ég bið ykkur sem kunnið að lesa þetta, að sýna biðlund á meðan ég læri á þetta, það ætti vísast til, ekki að taka einhvern svakalegann tíma
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.