Færsluflokkur: Bloggar
28.4.2007 | 23:59
Vísindaverkefni??? :o)
Hafið þið lent í að gleyma einhverju.. (mis mikilvægu) svo eftir nokkra stund, þá allt í einu munið þið það??
Ég hef lent í því, en engu eins og neðangreindu.. (að mig minnir hahahaha) En allavega...
Ég var með blogg á öðrum stað og bloggaði þar síðast í febrúar, sem er ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að dag einn í febrúar, gleymi ég lykilorðinu til að komast þar inn. Frekar súrt... en allavega, sama hvað ég reyndi að muna fjárans lykilorðið, kom mér það ekki í hug.
Svo í kvöld, án þess að vera neitt að pæla í þessu lykilorði eða þessari síðu yfirleitt, kemur lykilorðið í kollinn á mér eins og elding hafi skotist niður af himni, í höfuðið á mér. Viti menn, ég athuga hvort ég komist inn á síðuna með lykilorðinu... og að sjálfsögðu gekk það.
Ég hef því ákveðið að halda mig að mestu þar, blogga hér kannski við og við.. sé til :D
En fyrir ykkur sem viljið kíkja á þá síðu þá er slóðin :www.sigurrosnr1.bloggar.is
Sjáumst þar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 17:21
Smá vangaveltur...
Ég get svo svarið fyrir, að ég þarf held ég að fá manual fyrir þessa síðu, ég á svo hryllilega erfitt með að átta mig á hvernig allt heila batteríið virkar hérna. Það eru svo margir möguleikar í boði, að ég verð hálf rangeygð við að lesa á skjáinn hvernig ég get byggt upp síðuna.
En ég held að það sé langbest bara að fara þá leið að hafa þetta sem einfaldast
Annars er eiginlega allt við það sama að frétta af manni, nema að vikurnar í meðgöngunni, þeim fjölgar... það er víst svo Mér líður alveg ágætlega fyrir utan smá bakverki og grindarverki... en, enn sem komið er, er þetta ekkert sem plagar mig svo að ekki megi þola það.
En ég er svo innilega ekki að geta beðið eftir sumarfríinu, en þó er svo langt að bíða eftir því. Fer ekki í frí fyrr en í júlí og sé alveg í hyllingum, ferð mína um landið þvers og kruss, já... engar ferðir erlendis þetta árið, enda ekki vön því svo sem heldur. Fatta ekki hvenrig sumt fólk getur farið OFT út á ári og í hvert skipti komið svoleiðis drekkhlaðið varningi... spurning hvort í langflestum tilvikum séu svona ferðir "í boði" Vísa eða Euro og varningurinn fylgir með " í kaupbæti". Tel það nú líklegra en annað, annars er þjóðfélagið að "kafna" úr auð og mikilmennsku... maður skyldi kannski aldrei efast um að allt þetta fólk séu einhverjir toppar í bankageiranum, eða hvað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 21:40
Páskarnir hjá mér
Jæja, hvað skal nú segja?
Ég átti ágætis páskahelgi, eins og vonandi allir. Fór norður í Skagafjörðinn á föstudaginn langa, en á páskadag skrapp ég á Akureyri. Já, Ásta vinkona kom þaðan og sótti mig í sveitina, og datt okkur í hug að skreppa á rúntinn á Akureyri. Leikar fóru reyndar þannig, að við settumst inn á Kaffi Akureyri og eftir gott spjall þar, keyrði Ásta mig í sveitina aftur. Þannig að hún fór nokkrar ferðir yfir Öxnadalsheiðina
Svo var fermingarveisla á annann í páskum og svo brunað í bæinn með viðkomu í Borgarnesi hjá pabba. Ég opnaði ekki páskaeggið, sem ég fékk frá leynivini mínum í leynivinaleiknum í vinnunni um daginn, fyrr en í gærkvöldi og skoðaði málsháttinn, sem nota bene var svo langur að ég man hann ekki Og ég hafði enga lyst á súkkulaðinu, borðaði bara lakkrísinn sem var inní
En ég gerði samt eitt líka, aðfararnótt páskadags. Ég vaknaði bara um miðja nótt og lá andvaka eftir það... með lagstúf á heilanum... sem mér tókst ekkert að losna við. Ég samdi við hann texta í huganum og til þess að ég gleyndi honum ekki, pikkaði ég hann inná gemsann. Ég gat svo ekki vistað textann í símann, nema að senda mér hann í sms, s.s ég sendi sjálfri mér sms og við það vakti ég folann við hliðina á mér sem var nú ekkert par ánægður með mig hahahaha En þessi texti er sá albesti sem ég hef samið.
En jæja, ég hef þetta ekki lengra í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 01:19
Ekki hætt... enn...
Það hefur hvarflað að mér að hætta þessari vitleysu.. s.s að blogga. Er ekki sami "eldhuginn" og ég var og hafði heilann helling að segja. Nú er eins og það sé búið að vinda úr mér hverja einustu visku og nennu.. til að setja á netið og miðla þannig áfram.
En einhverra hluta vegna, er ég ekki tilbúin til þess að hætta þessu. Hef gaman af að lesa önnur blogg og má nú ekki minni vera, þó ég sé nú misdugleg að henda fram nokkrum línum.
Annars er nú lítið af manni að frétta. Fór í vikunni í sónar sem kom vel út og kom út úr skápnum með óléttuna líka.
Ég er s.s komin núna á mánudaginn 13 vikur á leið.
En þar sem komið er fram yfir "kristilegann" tíma, þá er ekkert vitlaust að fara að henda sér í bælið og halda áfram lestrinum á bókinni " Stúlka með perlueyrnarlokk" og svífa síðan inní draumalandið.
Eigið góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 20:51
Leynivinaleikur
... Já, eitthvað svoleiðis er í gangi í vinnunni núna og ég er svoleiðis að hafa gaman að þessu, kannski oooooof gaman En þetta er víst til siðs, í viku fram að árshátíð. Ég fékk gjöf frá leynivini í gær, en ekki í dag.. sem styður þá kenningu mína að sá sem hefur mig að leynivini... er strákur híhí
Ég ætla ekkert að uppljóstra hvað ég hef verið að gefa í gjafir, maður veit nefnilega aldrei hver les þetta blogg mitt.. en ég segi frá því þegar leiknum er lokið, en leynivinirnir verða uppljóstraðir á árshátíðinni.
Ég reyndar fer ekki á árshátíðina. Af hverju ekki... er stór spurning sem ég kann ekki almennilega svar við. En í þess stað ætlum við karlinn einhverntímann á næstunni að fara út að borða og hafa það þannig huggulegt.
En ég hef þetta ekki lengra í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 21:27
"Nýtt" starf.....
Úff... eins og það er ágætt að byrja blogg á nýjum stað, þá finnst mér alveg hundleiðinlegt að fara að "fiffa" bloggið til. Setja tenglana inn og svona.. geri það bara þegar ég nenni
Byrjaði að vinna í dag, aftur á gamla staðnum.. s.s í Garðabænum.Hitt var ég ómögulega að fíla.. fyrir margar sakir og ég er nú þannig gerð bara og kannski er það löstur, að maður á ekki að gera neitt sem mann mislíkar.. jú,jú... allt í lagi að gefa hlutunum séns og það tel ég mig hafa gert, en þegar manni er farið að líða illa og það verulega á vinnustað, þá er ástæðulaust að bíta það í sig og dvelja við það, fyrir nokkrar skitnar krónur!
Mér hefur alltaf líkað vel í Garðabænum og já Holtagörðunum líka, þar allavega er mórallinn æðislegur en ég vildi á sínum tíma, prófa annað... grasið taldi ég grænna hinum megin... en því fer fjarri.
En jæja, ætli ég láti þetta ekki gott að sinni... ótrúlegt hvað Ameríska idolið, togar í mig...löstur eða kostur??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2007 | 15:13
Vinstri, hægri, snú.....
Jæja, eins gott að ég er ekki flokksbundin.. hehehe, skipti um bloggsvæði hægri og vinstri En það á sér þá skýringu, að ég er með svo hrikalegt minni að ég steingleymdi hvert lykilorð mitt er inn á síðuna mína á bloggar.is.
Svo hef ég beðið í rúna viku eftir svari frá einhverjum sem með það batterí hafa, til að fá upplýsingar um hvað ég eigi að gera til að komast á síðuna aftur, en þeir s.s hafa ekki haft fyrir því enn að svara mér með það og á meðan svo er... þá hef ég ekki áhuga á að vera með síðuna mína þar og ákvað að prófa þetta kerfi. Mér reyndar finnst það flóknara í meðförum... á kannski ekki að vera það. Ég er enginn kvartviti, en maður fær það á tilfinninguna... og mér hefur virst, sem að fólk sem bloggar á moggablogginu sé fluggáfað, þannig að ég hlýt þá að fá eftir einhverja reynslu hér.. vit og visku.. hehehehe.
En ég bið ykkur sem kunnið að lesa þetta, að sýna biðlund á meðan ég læri á þetta, það ætti vísast til, ekki að taka einhvern svakalegann tíma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)